Espergærde. Bekkjarsystur

Furðulegt að dreyma gamlar bekkjarsystur frá barnaskóla, Siggu Steinu og Helgu Edwald. En þarna voru þær ljóslifandi í draumi mínum í nótt. Man svo sem ekki hvað við vorum að gera, bara að við vorum gestir í einhverju húsi.

Það er ekki margt á dagskrá í dag hér á Söbækvej, einhverjar framkvæmdir hér í höll framkvæmdanna. Ég þarf að skrúfa upp hitt og þetta. Í gær hengdi ég upp lampa, þeir voru svo þungir að ég var dauðhræddur um að festingarnar héldu þeim ekki. En ekkert var að óttast. Lamparnir hanga nú eins og þeir eiga að hanga. Svo þarf ég að rölta út til Humlebæk og ná í próförk og í kvöld er tennis. Annars er dagurinn óplanaður.

Eitt skal maður þó hafa í huga þegar maður gengur til starfa, hvað sem það nú er, keyra vörubíl, vera forseti, vera forleggjari, maður skal ganga syngjandi til verks.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.