Sjaldan hef ég lesið jafn klúðurslegan og vondan sölutexta fyrir bók og þennan. Ný íslensk bókaútgáfa kynnir glæpasögu: „Fimm manneskjur standa yfir grunnri gröf. Þær höfðu allar skipst á að grafa. Gröf fyrir fullorðinn hefði tekið lengri tíma. Saklaust líf hafði verið tekið en fólkið hafði gert með sér samning. Leyndarmál þeirra skyldu grafin, bundin í blóði. … Þegar mannabein finnast hjá fyrrum upptökuheimili fara gömul leyndarmál að koma í ljós.“
Hmmm, nú hefði bókaútgáfan N29 (hljómar eins og nafn á bensínstöð) kannski átt að splæsa í textamann. Framhaldið er ekkert skárra. Hvernig skyldi þýðingin á þessari glæpasögu vera?