Espergærde. Hinir kurteisu

Síðustu daga hef ég verið í miklum samskiptum við sænskan mann. Saman vinnum við að ákveðnu verkefni. Hann skrifar mér á sænsku og ég svara á dönsku. En það sem ég tek einkum eftir í skrifum hans er hin sérstaka tillitssemi sem hann sýnir í sínum löngu mailum. Hann  vill tryggja að ég skilji og hafi það gott með að hann skrifi á tungu sem ég er ekki svo æfður í. Inn á milli orðanna í bréfum sínum leggur hann oft inn sviga og spyr: „förstår du det uttrycket?“ Í síðasta pósti til mín talaði hann um flöskuháls, þ.e. einn af samstarfsmönnum hans er flöskuháls í samvinnuverkefni okkar. Svo kemur þessi fallega setning sem sýnir svo vel kurteisina: „Han är just nu så sjukt upptagen med Finland att han är flaskhalsen (förstår du det uttrycket?) för att hålla tempot“

Ég rifja þetta upp nú því ég les norska bók sem mér finnst mjög interessant: Geir Gulliksen: Historie om et ægteskab (Saga um hjónaband). Þetta er ansi góð bók og vel skrifuð. Mér skilst að bókin komi út á vordögum á Íslandi í bókaklúbbnum Sólinni. Söguröddin, rödd Geirs Gulliksen (Geir er bæði rithöfundur og forleggjari. Hann er þekktastur fyrir að vera ritstjóri bóka Karls Ove Knausgaards, Min kamp) minnir mig svo á tóninn í þessum kurteisum bréfum sem ég fæ frá félaga mínum í Svíþjóð. Stundum sé ég sænska félaga minn fyrir mér þegar ég les bókina hans Geirs Gulliksen.

Á morgun leggjum við í hann. Danmörk -> Ísland -> New York.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.