Reykjavík. Að vakna á Ránargötu.

Ránargata. Aldrei fyrr hef ég vaknað á Ránargötu. Í nótt þegar ég opnaði augun tók það mig örlitla stund að skilja hvar ég var. Svo mundi ég það. Ránargata.

Við komum síðdegis í gær til Íslands. Eiginlega má segja að Ísland hafi ekki tekið sérstaklega vel á móti okkur, ekki á nokkurn hátt. Það hellirigndi.

Nú er kominn annar dagur og kannski opnar Ísland faðminn.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.