Ránargata. Aldrei fyrr hef ég vaknað á Ránargötu. Í nótt þegar ég opnaði augun tók það mig örlitla stund að skilja hvar ég var. Svo mundi ég það. Ránargata.
Við komum síðdegis í gær til Íslands. Eiginlega má segja að Ísland hafi ekki tekið sérstaklega vel á móti okkur, ekki á nokkurn hátt. Það hellirigndi.
Nú er kominn annar dagur og kannski opnar Ísland faðminn.