„Fólk sem vill búa í réttarríki ætti ekki að taka þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín.“ Þetta las ég að einhver samfélagssérfræðingur hafi sagt í dagblaði. Gott samfélagssérfræðingur.
Annars hef ég ekki tíma til að skrifa í dagbókina nú. Er á leið á fund í suðurhluta bæjarins (ég er í miðjunni, alveg upp við Central Park) og það tekur klukkutíma að ganga þessa leið. Yo. Var á ballett í gær, The New York City ballet. Ballettdans er eitt af því sem gerir lífið fallegt og ekki síður músikin sem dansararnir dönsuðu eftir.
Í gær var ég skammaður fyrir að setja alla menntamenn undir einn hatt. Múgæsingur menntamanna ætti ekki við alla menntamenn var skrifað til mín. Mér þótti bréfritari misskilja orð mín; ég talaði bara um að mér þætti múgæsingur menntaðra manna ógeðfelldur. Ekki að allir menntamenn tækju þátt í múgæsingi, opinberri smánun. Þá er þetta á hreinu. Yo.