New York. Unghöfundar

Góðan daginn. Síðasti dagurinn í New York. Í kvöld fljúgum við til Danmerkur með millilendingu í Keflavík. Þetta hefur verið góð ferð, sérstaklega er ég ánægður með:
Balletsýningu hjá New York City Ballet.
Tónleika í Carnegiehall þar sem pólski píanóleikarinn Piotr Anderszewski flutti píanóverk eftir Bach, Chopin og Mozart.
Söngleikinn The Book of Mormons. Mikið fjör.

Ferðafélagar mínir Sus, Númi og Davíð voru áhugasamari en ég að kaupa sér eitthvað fallegt hér í borginni og þau fundu bæði föt og skó og ég veit ekki hvað. Ég er ánægður með minn feng frá New York: Þrjár bækur, ein minnisbók og einn penna. (sjá mynd). Síðustu daga hef ég verið upptekin að lesa þau handrit sem berast frá agentum; bókamessan í London nálgast og straumurinn af áhugaverðum handritum er þungur. Í dag býð ég í eina af þeim bókum sem ég hef lesið: Not to Know heitir hún. Svona er nú líf útgefandans, aldrei friður fyrir bókum.

Annars fékk ég þá flugu í höfuðið að ég þyrfti á update að halda. Ég þekki hina íslensku unghöfunda ekki sérstaklega vel og ég þarf ég upp á tærnar, fylgjast betur með. Búmm, búmm. Ég hafði hugsað mér að lesa bók Sverrirs Norland sem skrifar af svo miklum hita um Guðberg. Sölvi sagði mér frá honum og hvatti mig til að lesa nýjustu bók hans. Það hef ég sett í dagbókina. Sölvi benti mér líka á annan ungan mann sem ég ætti að hafa auga á Halldór Armand. Kíki á hann. Ef einhver hefur fleiri tillögur stend ég með faðminn opinn. Yo.

ps. Í gær sá ég athyglisverðan fótaþvott í góða veðrinu í Central Park í gær. Þar sat maður á bekk og sprayaði speglasprayi á fætur sér og þurrkaði með klút.  Humm.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.