Keflavík. Fangið fullt.

Millilentur í snjókomu á Íslandi á leið til Danmerkur. Næturflug er ekki mitt uppáhald en það verður fínt að vera kominn heim um hádegi og eiga hálfan dag eftir.

Í gær sagðist ég taka ábendingum um unghöfunda opnum örmum og nú er ég með fangið fullt af handritum höfunda sem telja sig af ungu kynslóðinni. (Stundum er erfitt að setja aldursmörkin.) Allt í einu hef ég þrjú ný íslensk handrit í fórum mínum og faðmurinn er enn opinn.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.