Espergærde. Lognið á undan storminum

Klukkan er 7:10. Ég horfi út um gluggann á skrifstofunni og út á brautarpallinn á meðan ég bíð eftir fyrsta kaffibollanum mínum. Ég heyri hrothljóðin í sjóðandi vatninu í kaffivélinni. Það er skaplaust veður. Algert logn. Grá ský hanga yfir og ekki bærist hár á höfði þeirra mörgu sem standa úti og bíða eftir lestinni  á leið til vinnu inn í Kaupmannahöfn. Flestir dunda sér við símana sína, höfuðin grúfa yfir lítinn ljósbjarma í lófunum. Nokkrir spjalla saman.

Ég tek upp kíkinn minn sem stendur í gluggasyllunni og beini honum að andliti markmannsins í liðinu mínu sem stendur afsíðis á brautarpallinum andspænis mér í síða svarta frakkanum sínum. Hann er með bakpoka á bakinu. Hann stendur hreyfingarlaus og horfir hugsandi út í loftið með hendur í vösum. Hvað ætli hann sé að hugsa, hann Ulrik markmaður? Hlakkar hann til að mæta til vinnu?

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.