Espergærde. Þvottasnúran

Ekki gekk að skrifa í dagbókina í morgun,  því þessi kvöldskrif. Ég hafði allt of mikið að gera; alveg frá því ég vaknaði. Mín beið verkefni; ég átti að segja upp þvottasnúru úti í garði. Það kom í ljós að Sus hafði keypt flóknustu þvottasnúru í heimi. Fyrst þurfti ég að grafa holu sem er meira en einn metar að dýpt. Það var ekki nóg að setja stólpa niður í holuna og fylla svo með mold. Ekkert minna en svokölluð stólpasteypa nægir til að halda þessari þvottasnúru á sínum stað í jörðinni. Bæklingurinn með uppsetningarleiðbeiningum er 12 síður. Snúrunni fylgir eins konar járnregnhlíf sem maður setur ofan á stólpann og það eru 18000 skrúfur sem fylgja þessari regnhlíf. Æ hvað mér leiðist þessi snúra.

Ég er ekki búinn að setja snúruna upp, það er meira en dagsverk. Tek mynd þegar snúran er uppsett.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.