Espergærde. Týnt veski

Önnur kvöldfærslan í röð. Helgarnar fara í endalaus verkefni í höll framkvæmdanna því gefst lítill tími til að sinna dagbókinni. Í dag hélt ég áfram með að steypa fyrir þvottasnúrunum, fór í Stark og keypti sement í gær. Í dag steypti ég. En það vantar meira sement, ég hafði ekki keypt nóg.

Annars var ég upptekinn í allan dag við að bora og hengja upp; gluggtjöld, forhengi og rúllugardínur.

En það versta er og hefur átt hug minn allan í dag; ég finn ekki veskið mitt og ég á erfitt með að skilja að ég hafi týnt því. Ég finn það bara ekki og í dag hringdi ég í bankann til að loka visakortunum. Grrr.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.