Kastrup. Foul air

Ég er staddur á flugvellinum í Kastrup á leið til London. Útum gluggan sé ég allar fínu flugvélarnar, gljáandi í morgunsólinni og málaðar í öllum regnbogans litum, Ryanair, Berlin air, Icelandair… Í lestinni á leið hingað á flugvöllin flakkaði ég á internetinu og las meðal annars facebook (ég ætti annars að forðast að lesa facebook því það er óþarfa suð sem á ekki við mig). Ég tók eftir því að mönnum var uppsigað við afnám gjaldeyrishafta á Íslandi. What! hugsaði ég. Ég var meira en mjög undrandi að sjá fólk nöldra yfir því að nú er hægt að kaupa gjaldeyri á Íslandi án erfiðleika. Ég ætla nú ekki að gerast einhverskonar samfélagssérfræðingur, því það er ég ekki, en mér þykir menn harla bitrir og neikvæðir ef eðlileg gjaldeyrisviðskipti þykja einhvað sérstakt dekur við efnameira fólk eins sumir facebookaðilar á Íslandi vilja halda fram. Ég verð ótrúlega pirraður á þessari endalausu “hrun” fýlu í mínu góða landi. Áfram!

Mér verður litið út um glugga flugstöðvarinnar. Foul air, hugsa ég og virði fyrir mér flugvélaskrokkana.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.