Espergærde. Ungur maður

Stundum velti ég því fyrir mér hvað hefði gerst hefði ég sem ungur maður… hefði ég sem drengur… gert þetta eða hitt. Mér var bent á myndband, nei, hvað heitir hreyfiupptaka með hljóði sem sett er á netið? Heitir það bara video? Ég sá alla vega hreyfiupptöku með hljóði af ungum manni, Daða Frey Péturssyni, sem flytur einn, en með hjálp tækninnar, sína útgáfu af Gleðibankanum.  Hér er tengill: Það er eiginlega nauðsynlegt að skoða myndbandið til að skilja hvað ég á við.

Ég fylgdist með Daða syngja lagið og hugsaði með mér hvað þetta er nú flinkur ungur maður. Ég veit ekkert um drenginn en mér fannst hann bara svo flinkur. Og mér finnst svo margt ungt fólk svo miklu flinkara en ég og mínir jafnaldrar voru á sama aldri. Hvað ég vildi óska að ég hefði verið svona fær þegar ég var lítill. Þegar ég var jafnaldri þessa drengs átti ég tvö lítil börn og var skýjaglópur.

Ég sýndi litlu strákunum mínum tveimur, Núma og Davíð, myndbandið til að gefa þeim dæmi um ungan, duglegan mann. Kannski fengju þeir uppljómun.

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.