Espergærde. Ert þú hr. Ferdinand?

Í dag stóð ég fyrir utan húsið mitt, var að ganga frá verkfærum eftir að hafa klárað að setja saman svokallað bjórborð undir nýju þvottasnúrunum. Ég heyrði þrusk fyrir aftan mig og ég sneri mér við. Að baki mér stóð maður sem ég þekkti ekki neitt, en ég sá að hann vildi tala við mig. Hann gekk nær mér.
Hann: Þetta er í öllu falli glæsilegt hús, húsið hérna. (Og hann bendir á húsið mitt. Og bætir svo við) Þú getur verið yfirmáta stoltur af húsinu.
Ég: Já. En það er ekki ég sem hef byggt þetta hús.
Hann (horfir undrandi á mig)  Auðvitað hefur þú byggt þetta hús.
Ég: Nei.
Hann (horfir einlæglega á mig) Jú, það ert þú sem hefur gert allt þetta. Þetta er húsið þitt. (Hann lítur á póstkassann við hlið mér. Póstkassinn stendur á tveimur járnlöppum sem grafnar eru djúpt niður í grasið. Hann les á nafnaskiltið og segir svo) Ert þú hr. Ferdinand?
Ég: Já, ég er hr. Ferdinand.
Hann (hallar undir flatt) Ég greini örlítinn hreim. Hvaðan kemurðu?
Ég: Esbjerg. Ég kem frá Esbjerg
Hann: Esbjerg? (Hann horfir rannsakandi á mig.)
Ég: Já Esbjerg, sem er bær á vesturströnd Jótlands.
Hann: Ég veit vel hvar Esbjerg er. (Kinkar kolli.) Vertu sæll.
Ég: Vertu sæll.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.