Espergærde. Vorið og hin gula pressa

Að ganga til vinnu snemma morguns í sólskini og undir fuglasöng minnti mig á vorið. Ég fann gleðina og léttinn þegar ég dró að mér ferskt morgunloftið og fann sólina ylja mér. Sennilega hefði það verið betra fyrir sálarlíf mitt hefði ég strunsað beint til vinnu en ég þurfti að taka smákrók á göngu minni þar sem ég átti smá erindi á annan stað. Mér til sárrar skapraunar gekk ég fram hjá blaðsöluturninum hér sem selur Ekstrabladet og BT. Fyrirsagnirnar dagsins eru settar á stór plaköt og stillt út á gangstétt. Þetta er hin svokallaða gula pressa, sama og DV á Íslandi. Ekkert nema glórulaus sori sem elur á óánægju, öfund og vesöld. Að nokkur maður geti vitnað í þessi blöð. DV, BT og Ekstrabladið ýta undir það lægsta, heimskasta og versta. Þessi blöð hafa það að markmiði að gera heiminn að verri stað.

Nú einbeiti ég mér að vorinu.

dagbók

Skildu eftir svar