Espergærde. Setning dagsins

„Það var föstudag einn vorið 1972, einmitt í þann mund sem presturinn var að fara að loka kirkjunni, að hann fékk harla óvenjulega heimsókn sem gerði það að verkum að hann ákvað að halda skrifstofunni opinni örlítið lengur.“ Þetta er setning dagsins hér á Kaktus og upphafssetning bókarinnar Uglan drepur bara á nóttinni í grófri þýðingu. Ég hef nefnilega fengið verkefni; að þýða þessa stórfínu glæpasögu Samuels Bjørk yfir á íslensku. Tók ég verkefnið að mér til að halda íslenskunni við. Það er barátta upp á líf og dauða, barátta sem ég vil ekki tapa. Planið er metnaðarfullt: ég á að þýða á hverjum degi og ekki minna en 50 síður á viku. Yo.

Ég hlakka til hádegispásunnar í dag. Jón Karl er staddur í Danmörku, Kaupamannahöfn, og ætlar að hjóla hingað norður til mín. Ég er búinn að lofa að splæsa á hann  bjór. Sjáum til hvort ég geti þvingað bjór ofan í drenginn á virkum degi.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.