Espergærde. Miskunnarleysi

Sit á skrifstofu á laugardagsmorgni. Það er langt síðan ég hef unnið að heiman um helgar, en ég neyðist til þess í dag. Það er í fínu lagi. Hér á skrifstofunni er friður og ró.

Það var annað á skrifstofunni á Bræðrarborgarstíg hér í þá tíð sem ég vann næstum hvern laugardag. Ég vonaði alltaf að ég fengi frið. Faldi mig meira að segja undir skrifborði og skrúfaði niður í tónlistinni ef ég sá í gegnum gluggann að skáld eða skáldaspíra nálgast. Ég þurfti svo mikið á friði að halda á laugardagsmorgni í den tid. En friðinn fékk ég ekki. Aldrei firður. Allir sem áttu erindi við mig vissu að ég væri falinn undir skrifborði og miskunnuðu sig ekki yfir mig heldur byrjuðu að banka á glugga og hrista hurðarhúna. Erindið var brýnt.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.