Espergærde. Tannstönglamatsspjall

Kominn til baka frá Horsens krimmamessu. Ítalski höfundurinn minn var glaður og ánægður og ætlar að vera tvo eða þrjá daga í Kaupmannahöfn með dóttur sinni. Hann er fínn náungi, Gianrico Carofiglio, og dóttir hans líka. Það komu töluvert margir að hlusta á hann í Horsens, næstum fullur salur og höfundurinn skyldi að það er nauðsynlegt að skemmta áheyrendum sama hvað spyrillinn er slappur. Það gerði hann, hann sagði skemmtisögur, var rólegur og jákvæður. Mjög fínt.

Í gærkvöldi var svo veisla á hótelinu fyrir alla þátttakendur. Alveg ágætt en ég er einhverveginn vaxinn frá samtölum yfir bjór og tannstönglamat. Sum samtöl eru svo  innihaldslaus að ég verð örmagna. Ég er ekki að halda því fram að ég hafi gífurlegt innihald í því sem ég læt út úr mér. Ég bara nenni varla að taka þátt í svona spjalli lengur.

(ps. myndin hér að ofan er af höfundinum með tveimur aðdáendum.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.