Espergærde. Almenningur? Hvar er hann?

Ég las einhvers staðar að Gunnar Smári Egilsson ætlaði að stofan nýjan stjórnmálaflokk sem “stefn­ir að því að al­menn­ing­ur nái völd­um á Íslandi og sveigi grunn­kerfi sam­fé­lags­ins að þörf­um al­menn­ings…” Noh, hugsaði ég. Þetta er gott. Frábært að það sé loksins kominn stjórnmálaflokkur, og maður, sem hugsar um þarfir almennings. Þetta þyrfti að gerast í fleiri löndum, hugsaði ég. Engum hefur fyrr dottið þetta í hug. Að hugsa um þarfir almennings. Ég þyrfti að fá Gunnar Smára til að flytja hugmyndina út til fleiri lýðræðisríkja. Þetta er svo genialt. Við þurfum bara að byrja á því að finna hann, hann Almenning. Það ætti ekki að vera svo erfitt. Svo spyr maður, eða Gunnar Smári, hann, Almenning, að því hvað það er sem hann vill.  Biti af köku, yo!

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.