Muskat, Óman. Reykur úr eyrunum

Við lögðum af stað til Óman í gær. Seint í gærkvöldi hóf vélin sig á loft frá Kastrup og um hádegisbil í dag vorum við komin til Múskat höfuðborgar Óman. Mitt í Arabíu þar sem við höfum aldrei verið. Dagurinn í gær var almisheppnaður fyrir mig. Í fyrsta lagi byrjaði dagurinn á því að mótherjar mínir í blindskákinni hringdu til að segja að þeir nenntu ekki að tefla lengur. Skákinni var aflýst. Þetta var vitleysa, sögðu þeir, þeir hefðu aldrei átt að byrja. Þetta kom mér aldeilis á óvart og ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Svo miklum að það rauk úr eyrunum á mér í gær. Mér fannst tíma mínum hafa verið sóað.  Grrrrr.

Við erum að gefa út Hafbókina eftir hinn norska Morten Strönsnes og hér er bókinni líkt við Moby Dick og  sex stjörnur upp upp alla veggi danskra fjölmiðla. En svo kemur í ljós á öðrum útgáfudegi að galli er í innbindingunni svo upplagið er ónýtt. Grrrr.

En nú erum við sem sagt  í Arabíu sem er skemmtilegt og ég er alsvefnlaus. Vonda skapið er að renna af mér. Ég notaði daginn til að liggja í sólinni – hér er 33 stiga hiti – og kíka á þýðingarverkefni mitt.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.