Dagur inn í miðbæ Múskat. Hér á hótelinu er skipulögð veisla, hundruðir stóla eru úti á grasi og hvítklæddir Arabar virða fyrir sér skipulagninguna. Kannski er veislan í kvöld en undirbúningur hófst í gær. Augljóslega voldugir menn sem halda veisluna, því hér ilmar allt af pachouli.
