Óman, Ad Dakhiliyah.

Þótt ég sitji upp í fjöllum Óman, langt að heiman, get ég ekki losnað undan hugsunum um vinnuna mína. Hér er allt ókunnugt, fátt líkist því sem ég á að venjast nema hótelið sem ég dvel á; þar ráða hinar vesturlensku hefðir. En merkilegt þykir mér að ég get ekki losnað að hugsa um bækur og bókaútgáfu. Þetta er nú meiri sjúkdómurinn.

Í huganum hef ég verið að skipuleggja Íslandsför mína að tilefni doktorsvarnar hennar Söndru. Ég kem til Íslands á þriðjudaginn 18. apríl og hvet ég alla þá sem ekki vilja hitta mig að forða sér úr bænum því ég er allsvakalegur um þessar mundir og hlífi engum. Á miðvikudaginn verður doktorsvörnin hennar Söndru í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands, á sama stað og pabbi varði sína doktorsritgerð fyrir mörgum árum. Flott hjá Söndru að berjast til þessa áfanga. Svo er skipulagður fundur með Hölum, mínum gömlu félögum. Ég hlakka til að sjá Söndru á sviðinu og ég hlakka til að hitta mína góðu Hala-vini.

ps. Af ákveðnu tilefni vantaði mig mynd af Ástu S. Guðbjartsdóttur, mínum gamla samstarfsmanni hjá Bjarti. Ég myndgooglaði Ástu en fann enga mynd en fann þessa litlu bloggfærslu sem vakti athygli mína: „Í blaðabunkanum sem beið manns heima var staldrað við fátt en eitt vakti þó athygli að morgni sumardagsins fyrsta þegar Mogganum var flett. Barnabækur og bókarkápur fengu verðlaun í Iðnó í gær og þar þótti mér bera af hin fjölhæfa Ásta S Guðbjartsdóttir, sem einnig er afkastamikill þýðandi. Hún þótti hafa hannað bestu bókarkápuna 2005 og var um kápuna sagt að höfundur kynni að blanda saman ást og kærleika við einfaldleikann. Kápan var líka sögð hversdagsleg en áhugaverð. Það eina sem vantaði í fréttina var mynd af Ástu að taka við verðlaununum. Ég er nokkuð viss um að Már Högnason hefði gaman af að hitta hana við tækifæri.“ Nú spyr ég út í heiminn: Högni, afhverju hefði strákurinn þinn gaman af að hitta Ástu?

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.