Þegar maður kveður Óman getur maður ekki verið annað en bjartsýnn. Á öllum mínum ferðum til ólíkra landa fær maður það staðfest aftur og aftur að veröldin er falleg og mennirnir góðir. Mér finnst ég alltaf vera að hitta svo dæmalaust gott fólk. Ég held að maður ætti að hafa það í huga að fjölmiðlar elska drama, ógn og skelfingu. Þar er heimurinn oft málaður með blóðugum litum, vesöld og grimmd eru í forgrunni. En þennan heim hitti ég sem betur fer ekki oft og fer ég þó víða. Yo.
Og það eru framfarir í heiminum. Það er ekki oft sem maður sér yfirskrift í dagblaði: Fátækum fækkar um 137.000 á dag. En mér var sagt að það sé raunin (ég veit ekki hvernig menn mæla fátækt í þessum tölum). En það væri óvitlaust að fá slíka fyrirsögn bara til að auka bjartsýni og lyfta stemmningunni.
Við erum á leið út á flugvöll. Flug klukkan 11:20 og verðum heima í kvöld um klukkan 21:30 ef allt gengur að óskum.
ps. munnurinn á úlfalda er svo flottur (sjá mynd)