Reykjavík. Doktorinn

Annar dagur í Reykjavík.  19. apríl var dagur doktorsvarnar Söndru. Vörnin fór fram í hátíðarsalnum í aðalbyggingu Háskólans. Sandra varði ritgerðina með glæsibrag og flutti kynningu á efninu á þann hátt að mér fannst ég í fyrsta sinn fá heildarmynd yfir hvað rannsókn hennar snýst um. Maður getur ekki verið annað en stoltur af dóttur sinni. Mjög fínt.

Það var margt fólk sem mætti til að skála við Söndru eftir vörnina, vinir hennar og samstarfsfólk. Allt var með skemmtilegasta móti.

Eftir partýið hjá Söndru fór ég niður í bæ að hitta Kaldal, Effa og Eirík. Við hittumst á Dubliners til að sjá Juventus spila á móti Barcelona. Við einbeittum okkur kannski ekki nógu mikið að leiknum. Sátum aðallega og spjölluðum. Aldeilis skemmtilegir menn sem ég þekki. Meiri lúxusinn.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.