Morgunn við eldhúsborðið í Espergærde og Sampha syngur. Davíð vinnur að enskuverkefni við hliðina á mér. Númi að koma heim frá vini sínum, hann gisti hjá honum í nótt. Sus úti að hlaupa. En hér sit ég og velti fyrir mér næstu skrefum.
Í gær hafði samband við mig maður sem ég þekki frá árunum mínum á Íslandi. Systir hans býr í Danmörku og hann var hér í landi í heimsókn hjá henni. Erindið var að vita hvort ég gæti hjálpað honum með verkefni. Það gat ég því miður ekki. Hann sagðist vera góður í innheimtu skulda. Það fannst mér fyndið, ég hló innilega. Var hann að bjóðast til að gerast handrukkari fyrir mig, spurði ég. Ég er ekki enn orðinn svo langt leiddur sagði ég.
Í kvöld fáum við heimsókn frá ágætu fólki, Carsten og Sus og fjölskyldu. Þau eru á sumrin niður á Ítalíu og búa þar rétt hjá húsinu okkar svo við höfum verið saman hvert sumarfrí síðustu fimm eða sex árin. Carsten er auglýsingamaður og hann breytir öllum samtalsefnum í kynningarefni. Fyndinn gaur. Sus, kona hans, er andstæðan. Hún breytir kynningarefni í samtalsefni. Með þeim koma tvíburabræður synir þeirra sem eru orðnir 21 árs en þeir vilja endilega koma með sem ég lít á sem hól að þeir, ungir menn, nenni að eyða kvöldi með okkur.
Dagskrá dagsins: 1) Ganga frá mínum hluta í doktorsgjöf Söndru. 2) Keyra mold úti í garði og setja áburð á berjarunnana. 3) Fara á tennisæfingu. 4) Undirbúa matarboðið fyrir Car og Sus og fjölskyldu. 5) Taka á móti matargestum.