Nú þarf ég að senda bókina Mannsævi eftir Robert Seethaler aftur til Íslands með póstinum. Ég hafði lofað eiganda bókarinnar að ég skyldi senda hana til baka jafnskjótt og ég hefði klárað að lesa. Og nú er ég búinn, löngu búinn, enda stutt bók og fljótlesin, og ég hef þegar skrifað utan á umslagið, nafn og póstfang eigandans.
Ég er eiginlega undrandi á því að þessi lágmælta bók hafi sigrað heiminn. Kannski finnst fólki gaman að lesa um einfalt líf… eða einfalt líf…?