Espergærde. Pizza bianco

Í dag, eins og aðra helgardaga hjá þessari fjölskyldu, er dagur framkvæmda. Ég veit ekki í hvað mörgum liðum framkvæmdalisti dagsins er, en hann er langur. Þar að auki hef ég lofað að hjálpa duglega manninum, Thomasi, nágranna mínum. Hann heldur fermingarveislu á sunnudaginn og það þarf að skapa rými fyrir gestina. En ég hef áhyggjur af tímaskorti mínum um helgar og ég hef heyrt það frá félaga mínum, Palla Vals, að hann hefur líka áhyggjur vegna verkefnis sem ég er að vinna fyrir hann.

Í gær tók ég í notkun nýjan pizzaofn sem við erum búin að koma fyrir á veröndinni á bakvið húsið. Pizzaofninn (sjá mynd) reynist hinn besti; fljótur að hitna og heldur hitanum vel. Og pizzurnar reyndust í hæsta gæðaflokki. Nú er ný bóla hér í fjölskyldunni að vilja það sem kallað er pizza bianco. Það er pizza án tómastósu og með kartöflum, mozarella, gorgonzolaosti og rósamarín. Ég held mig við pizza tonno.

dagbók

Skildu eftir svar