Espergærde. Hinn innri endurskoðandi

Ég er meðlimur af félagsskap sem kallar sig 21-5. Á morgun, eða annað kvöld, er haldinn aðalfundur félagsins. Sá fundur er einu sinni á ári. Aðalfundur er einu sinni á ári. Í fyrra þegar aðalfundur 21-5 var haldinn var ég ekki viðstaddur, ég var á ferðalagi um heiminn og gat ekki tekið þátt í fundarhöldunum. Ég var fjarstaddur.  Í fjarveru minni ákváðu aðrir félgasmenn 21-5 að gera mig að innri endurskoðanda félagsins. Ég átti sem sagt að skoða reikninga félagsins fyrir aðalfund og gera athugasemdir við reikningana gerðist þess þörf og kynna athugasemdir mínar á aðalfundi.

Þarna urðu félgasskapnum á mistök. Ég er ekki maður sem á að endurskoða neitt. Ég hef ekki heila endurskoðanda. En ég sinni skyldum mínum og ég hef boðað komu mína á skrifstofu 21-5 klukkan 09:00 eða eftir 6 mín (ég kem augljóslega of seint því það tekur mig um það bil 15 mín að keyra og ég sit enn hér á minni eigin skrifstofu og skrifa dagbók.)

Á meðan ég hripa niður þessi orð í miklum flýti,  er ég að flytja ljósmyndir af símanum mínum inn á Dropbox. Það mætti halda að ég væri sögulaus maður því ég á bara engar ljósmyndir af sjálfum mér fram til 45 ára aldurs. Allar þessar digital myndir sem hafa verið teknar í tímans rás hverfa með aflögðum tölvum. En nú hef ég skipulagt þær ljósmyndir sem ég á inn á dropbox. Framfarir. Yo.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.