Espergærde. Herrahelgi

Það er herrahelgi í Espergærede, á Søbækvej. Sus fór með vinkonu sinni til Malmö þar sem þær ætla að skemmta sér fram á sunnudag. En við drengirnir höldum uppi merki hinna karllegu dyggða á meðan. Númi og Davíð hafa pantað hamborgara í kvöld og bíókvöld, grillkjöt á morgun og svo framvegis. Ég hafði hugsað mér að sjá kvikmyndina Mein Vater Toni Erdmann um helgina. Ég hlakka til þess.

Annars er ég í tímahraki. Hingað á ég von á her manns frá höfuðstaðnum og ég hef eytt morgninum í jóga í stað þess að vinna. Hér er bankað á dyr og ég stend upp.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.