Espergærde. Köttur með mótor

Ísskápurinn í eldhúsinu hefur sennilegan sterkan mótor því hljóðin í honum minna á lausagang mótorhjóls. Ég sit einn inni í eldhúsinu (allir sofa), les dagblað og drekk morgunkaffi,. Þegar ég lít upp frá blaðinu og tek ég eftir þessu djúpa mótorhljóði. Svo varð mér litið út um eldhúsgluggann sem nær frá lofti og niður í gólf og þar fyrir utan stendur köttur og mænir á mig. Allt í einu er ég í vafa um hvort það er malið í kettinum eða mótorinn í ísskápnum, sem hefði þennan fína, djúpa hljóm.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.