Allt í uppnámi. Ég hef engan tíma. Hér detta verkefnin yfir mig eins og snjóskriða.
En ég fann ekki bókina Ástkona franska lautinantsins heima hjá mér. Ég leitaði í tvo klukkutíma, og varð heldur betur vonsvikinn yfir að eiga ekki lengur bókina. Ég endaði með að fara á netið, internetið, og fann eitt notað eintak, sennilega ólesið eins og segir í kynningunni á eintakinu, hjá fornbókaversluninni Bókin. Ég pantaði eintakið og fékk svo kveðju frá Ara Gísla Bragasyni, eigandanum, sem sagði að hann ætlaði að senda bókina með A-pósti. Yo. A-póstur? er það ekki svolítill lúxus? VIP? Ég hlakka til að fá Ástkonuna, en ég er ekki alánægður með að einhver annar hefur átt bókina, ókunnugur maður. Hmmmm. En ég læt mér það linda.