Espergærde. Eðli veiðimannsins

Dagur sjóferðar er yfirskrift gærdagsins því ég sigldi fram og tilbaka, upp og niður Eyrarsund í leit að veiðanlegum þorski. Davíð hélt á veiðistönginni og var í essinu sínu en ég var aðstoðarmaður. Í bátnum, sem var gamall fiskibátur, blár á lit, voru um það bil þrjátíu áhugamenn um fiskveiðar með veiðistöng. Merkilegt nok voru flestir  veiðimannanna með uppruna í suð-austur Evrópu, Tyrkir, Slóvanar og Serbar. Allt karlmenn milli 30-40 ára. Svo voru nokkrir danskir karlar með börn sín. Engin kona var á bátnum. Það var duglegi maðurinn, Thomas, sem dró mig í þessa veiðiferð því hann og sonur hans eru trylltir veiðimenn og vildu svo innilega deila gleðinni af veiðmennsku með mér og Davíð. Ég er ekki veiðimaður og verð það aldrei. En ég er góður að standa í bát.

Gjörvallur sunnudagurinn fór sem sagt í fiskitúrinn, frá morgni fram að kvöldmat. Davíð veiddi einn þorsk, sem ég var settur í að gera að, afhausa og slægja. Kötturinn Gattuso fékk svo aflann í kvöldmat. Það er margt sem ég verð að lesa á næstu dögum og margt sem ég þarf að skrifa og reikna. Búmm búmm. Tíminn er orðinn svo dýrmætur, ég verð nískari og nískari á hann. En gaman er að geta verið með Davíð í einhverju sem honum finnst skemmtilegt og ég sé ekki eftir þeim tíma.

Í dag eru alltof margir fundir, mér leiðast generalt fundir, næsti fundur er með SAXO eftir 16 mínútur. Í kvöld spila ég svo fótboltaleik, kappleik á móti Helsingör FC, það er góð skemmtun. Úrslit liggja fyrir á morgun við næstu dagbókarfærslu.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.