Espergærde. 28.05.2017

Þessi frábæri vordagur í gær þróaðist öðruvísi en ég hafði reiknað með. Fyrst kom boð frá vini okkar hér í bænum um að koma með í siglingu, gin og tónik-siglingu eins og hann kallaði túrinn. Jesper hafði áskotnast þetta líka fína gin sem hann vildi prófa á bátsferðinni um Eyrarsundið. Það reyndist líka gott, ginið og túrinn á mótorbátnum var frábær á þessum skínandi bjarta degi.

Eftir siglingu var komin stemning fyrir pizzubakstri og voru Jesper og Lina kona hans boðin í pizzu úr nýja pizzaofninum og skyndilega voru Henning og Vilma líka mætt. Úr varð tíupizzukvöld þar sem Jesper uppfinningamaður stóð fyrir miklu fjöri eftir að hafa bæði drukkið að minnsta kosti tvær rauðvínsflöskur og gleypt í sig hálft kíló af því sem hann kallar harðfiskus.

ps. það er fært til bókar hér að hingað hafði Bogi Þór Siguroddsson samband með hugmynd sem gott er að hafa upphafsdag á. 28. maí 2017.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.