Espergærde. Framtíðarsýn

„Bókaútgáfa á Íslandi er bara rugl og verður sífellt meira rugl því salan skreppur saman ár frá ári. Það les ekki nokkur maður lengur, allir eru í símunum og ég held satt best að segja að íslensk bókaútgáfa verði búin innan 10 ára og allt þetta landslag hafi þurrkast meira og minna út. Verður áhugavert að sjá þá rithöfunda á starfslaunum búa til texta sem enginn kaupir og enginn les.“

Svona var skrifað til mín í gær. Eitt af því góða við að færa opinbera dagbók, sérstaklega ef maður býr í útlöndum en hefur enn andann að hluta til í heimalandinu, er að maður fær oft, sem viðbrögð við dagbók,  skemmtileg tilskrif frá fólki sem maður þekkir og líka frá öðrum sem maður þekkir lítið sem ekkert. Í gær minntist ég á að Ísland þyrfti að hlúa að barna- og unglingabókum. Ísland þarf að ala upp íslenskan Harry Potter höfund sem fær börn að bóklestri. Að vera niðursokkinn í bók er reynsla sem enginn ætti að missa af.

Annar var bjartsýnni og sá fyrir sér Ísland sem framleiðsluland fyrir höfunda sem skrifuðu bækur á við J.K. Rowling, Roald Dahl, J.R. Tolkien… „og þá væri fiskur ekki aðalútflutiningsafurð þjóðarinnar heldur ómengaðir textar. Það þarf ekki flutningaskip til að sigla með þann farm til útlanda.“

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.