Espergærde. Íslandsheimsókn

Flugið hans Sölva frá Íslandi kom seint í gær og það var ekki fyrr en að verða eitt í nótt sem þau Sölvi og Ingibjörg komu með lesinni til Espergærde. Ég sótti þau á stöðina í mínum einkabíl. Svo sátum við lengi hér í eldhúsinu og spjölluðum yfir úrvali bjóra. Eldsnemma í morgun kom svo áskorun frá duglega manninum, Thomasi, um tennisleik sem ég auðvitað tók með gleði. Úrslitin voru ekki hagstæð.

Nú er ég búinn að keyra Sus og Daf út á lesarstöð. Þau eru á leið til Horsens, Sus í afmælisveislu en Daf ætlar að hitta mormor og morfar. Sölvi og Ingibjörg voru svo að fara í brúðkaupsveislu inn til Kaupmannahafnar og Númi fór til Tóbíasar vinar síns til að horfa á Meistaradeildarleikinn milli Juve og Real Madrid. Þann leik ætla ég líka að sjá. Ég held ég þurfi samt að leggja mig í 10 mín áður en leikurinn heftst til að geta haldið mér vakandi. Ég verð sem sagt einn heima í kvöld.

Ég má eiginlega ekki vera að dagbókarskrifum í dag. Ég þarf að lesa, margt sem bíður mín. Búmm búmm.

ps. búinn að afreka í dag að gera við hjólið hennar Sus (sprungið afturdekk og gírar í ólagi). Búinn að slá blettinn með handdrifnu slátturvélinni minni. Ég er búinn að stofna nýtt fyrirtæki (í gærkvöldi) Gufo & Gabbiano ApS heitir það. Ég er búinn að grilla puslur og gefa Núma, Sölva og Ingibörgu topphádegismat. Ég er búinn að gera tilboð í 316 hektara jörð á Íslandi. Allt á hálfum degi og ég sem er bæði syfjaður með tap í tennisleik á bakinu.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.