Espergærde. Látlaust suð

Ég er ekki einn af þeim sem fæ mikið út úr facebook. Mér sýnist margir hafa ægilega flókið tilfinningasamband við þennan félagsmiðil, byrja og hætta á víxl eins og títt gerðist í mínu ungdæmi í samband ungra kærustupara. Menn gera mikið úr því að hætta á facebook, slökkva á facebook eða jafnvel að byrja aftur á facebook. Það er jafnan tilkynnt hátíðlega – á facebook.

Í mínum huga er facebook bara óþarfa suð, óþarfa hávaði út af engu, tilbúin kæti, tilbúin vinskapur, markaðssetning á eigin ágæti og bara svo skelfilega óheiðarlegur (í merkingunni ærlegur) miðill. Einhvern veginn fæ ég á tilfinninguna að ég þurfi að afsaka þessa afstöðu mína, fyrirgefðu hvað ég er gamaldags að ég hafi ekki gaman að facebook, en mér finnst miðillinn hreinlega smækka fólk, hola það að innan. Sorry.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.