Espergræde. Spark í rassinn

Hér rignir látlaust og mikið. Á svona dögum verð ég bæði syfjaður og latur. Ég þarf að sparka í rassinn á sjálfum mér til að koma mér í það sem ég verð að gera. Ég nenni ekki neinu, langar bara að sitja og horfa á tennis í sjónvarpinu. Gattuso kötturinn er líka í þessu sama stuði, vill bara sofa og horfa á tennis.

Í morgun ætlaði ég að spila tennis við einn á mínum ágætu kunningjum hér í bænum en við urðum frá að hverfa þegar rigningin gerði vellina óleikhæfa. Nú hef ég ekki annað á dagskrá en að lesa og búa til mat fyrir Sölva og Ingibjörgu. Í hádeginu galdraði ég fram (eins og maður segir þegar matur er annars  vegar) þetta líka fína túnfisksalat (hér gæti ég skrifað uppskriftina).

Annars var ég að hugsa að ég væri til í að endurtaka vikudvöl í París. Kannski læt ég verða af því í vetur.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.