Espergærde. Að vera nervøs

Sólin skín og það er líf og fjör hér úti á lestarpallinum og ég nenni ekki að vinna. Helst vildi ég bara fá mér göngutúr niður á höfn og út Strandvejen. Mig langar í nýjar hugmyndir, mig langar í eldingu í hausinn svo að fyrir mér opnist nýr heimur.

Í morgun fylgdi ég Daf út á lestarstöð. Það er fjögurra daga skólaferðalag á dagskrá hjá honum. Bekkurinn hans ætlar að vera á Samsø fram á föstudag. Hann var nervøs, eins og mamma mín kallaði kvíða, ungi maðurinn. Hann er ekki sérlega gefinn fyrir það að dvelja fjarri foreldrum sínum.

Á laugardaginn flýg ég til Íslands. Ísland um sumar.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.