Espergærde. Föstudagur

Gleymdi að nefna að í gærkvöldi komu hingað í heimsókn, alla leið frá Íslandi, Bogi og Linda mín. Við erum að vinna að verkefni saman um jarðarkaup og uppbyggingu þeirrar jarðar. Það er skemmtilegt þróunarverkefni. Maður getur ekki barað hugsað um bækur! Allt á byrjunarstigi en fyrstu skrefin stigin. Bogi og Linda mín eru ótrúlega örlátt fólk. Hvernig sem á það er litið. Þau ausa af reynslubrunni sínum án hiks og nú eru hér t.d. allar skúffur fullar af íslensku sælgæti fyrir Íslendingana í útlöndum.

 

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.