Buffalota. Sleginn út.

Loks var dagbókarstraumurinn slökktur. Ég hef ekki klikkað á að skrifa í dagbókina frá fyrsta janúar 2017 og fram til 31. júní. En svo kom að því. Ég er pressaður til hins ítrasta í vinnunni þótt ég sé kominn í frí og það tekur svo sannarlega á taugarnar. Ég vakna sveittur á morgnana. En það sem gerði útslagið var þung pastamáltíð. Hún sló mig algerlega út. Ég lagðist náfölur á sófann og gat ekki hugsað um annað en að komast upp í rúm að sofa. Ég hafði það bara hreinlega ömurlegt. Það er ekki oft sem ég er svona slappur, nær aldrei, en nú hef ég sem sagt verið sleginn út af pastarétt.

En þögnin er rofin, ég hef það náð heilsu og örlítið meiri ró. Tek slaginn aftur á morgun hér á þessum litla undarlega stað Buffalota rétt fyrir utan Róm. Hér gerum við tveggja nátta stans á leið til La Chiusa og Vico. Aðalega vegna þess að hér get ég unnið á morgun áður en ég loka mig af í ólífulundinum okkar og delera.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.