Bufalotta. Hálfslappt hótel.

Ég hef enn ekki náð að koma mér í sumarfrísgírinn. Við dveljum enn í smáþorpinu Bufalotta, á litlu, hálfslöppu hóteli. Hér erum við bara því ég neyðist til að vera í internetsambandi og vinna. Á morgun keyrum við til Puglia, LaChiusa og ég hlakka til. Þar er ekki internet og ég er feginn ef ég get kúplað mig frá.

Ég vona svo sannarlega að þessari vinnutörn ljúki núna á þriðjudaginn!

Seinnipartinn tók ég leigubíl inn til Rómar og sameinaðist restinni af fjölskyldunni sem hafði verið á búðarrápi. Ég tók þátt í rápinu, ekki það skemmtilegasta sem ég geri, en fín tilbreyting frá pappírsstússinu. Við borðuðum svo á Zuma í kvöld sem er alger klassarestraurant!

dagbók

Skildu eftir svar