La Chiusa. Ítalía. Eiturslöngur

Allt er að smella. Ég sé að brátt geti ég um frjálst höfuð strokið og tekið mitt langa sumarfrí ótruflaður. Í dag hef ég setið yfir tölvupóstum, svarað og beðið eftir svörum. Svona er vinna manns stundum. Það er heitt og sólin hefur verið glóandi á heiðum himninum. Ég hef horft yfir á appelsínutrén átta, frá svölunum þar sem ég vinn. Ég held að þau þjáist í þessum hita (ég vökvaði þegar sólin settist).

Nú er komið kvöld og máninn hátt á himni skín, beint fyrir ofan skallan á mér þar sem ég sit enn úti á svölum og skrifa dagbók. Allt í kringum mig eru ólífutré, enginn maður, nokkrir fluglar og svo engispretturnar sem syngja sinn einhæfa söng. Ég held að þær hljóti að vera margar. Þær eru háværar.

Í dag sá ég fyrstu eiturslöngu ársins. Ég stóð uppi á svölum hússins míns og horfði niður eftir innkeyslunni þegar svört, löng eiturslanga hlykkjaðist hratt yfir veginn. Ég kippti mér ekki upp við sjónina. Fyrstu árin hér ollu eiturslöngurnar mér ótrúlega miklu hugarangri. Ef ég sá eiturslöngu varð mér mjög brugðið og það tók mig marga klukkutíma að jafna mig á sjóninni. Þær eru svo óviðkunnanlegar slöngurnar. Ég hugsaði mikið um eiturslöngur og hvernig maður gæti losnað við þær af jörðinni okkar. En nú er mér nokkuð sama um þær.

Unglingameistari Vico del Gargano í tennis, Pino, bareigandinn og enskusjéníð, hér í litla bænum sendi mér sms og sagst vilja spila tennis við mig á morgun, Hann á bara erfitt með að vakna, eins og margir af bareigendunum kollegum hans. En tennisvöllurinn er pantaður klukkan 08:00. Ég mæti og ef hann mætir ekki dæmi ég mig sem sigurvegar 3-0. Ég stend á miðjum vellinum, horfi á úr og hrópa svo allir heyri. „Ég lýsi Orso Bianco (það er ég) sigurvegra þessa óspilaða tennisleiks sem átti að hefjast fyrir 32 mínútum. Pino bareigndi og mótherji, hefur fallið á tíma. Fysta uppgjöf hefur ekki verið send yfir netið Orso Bianco, hvítklæddi tennisleikarinn, vinnur leikinn 3-0.“ Þetta eru alþjóðlegar reglur. Svona eru þær, sorry.

Nú fékk rétt í þessu nýtt sms frá Pino, bareigandnaum og unglingameistara Vico í tennis. Ég hef enn ekki alveg náð að leysa dulkóðann:
„Orso (það er ég) animale don’t start the job what I have to do whit the pomp.“ Ef einhver er svo snjall að finna lykil að þessu dulmáli má sá hinn sami hafa samband við mig. Yo. Spennandi að sjá hvort hann mæti á morgun.

dagbók

Skildu eftir svar