Bari, Ítalía. Vítiseldar

Nú er heitt á Ítalíu. Við keyrðum af stað til Bari í morgun á stefnumót við ítalska rithöfundinn Carofiglio, gamla marfíusaksóknarann. Ég held að hitinn hafi verið um það bil 30 gráður við LaChiusa. Við tókum síðan stefnuna suður þegar við komum út af Gargano skaganum. Foggia er ljótasta borg Ítalíu og liggur rétt við þjóðveginn á leið okkar til Bari. Foggia er líka heitasta borg Ítalíu og er fræg fyrir að hafa hýst alræmdustu og skeflilegust glæpasamtök Ítalíu, deild innan mafíunnar sem sveifst einskis. Það er einmitt fólk frá Foggia sem vinur okkar Carofiglio þurfti að glíma við þegar hannn var saksóknari Bari-umdæmis.

Þegar við keyrðum fram hjá Foggia um klukkan 11:00 rauk hitamælirinn upp í 38 gráður og ég er ekki að grínast. Það er kannski ekki skrítið að í þessari ógæfuborg sé ógnarhiti. Eldar vítis hljóta að brenna undir borginni. Aldrei hef ég komið inn í skelfilegri borg.

Annars er ég alveg búinn á því eftir maraþonsetu á veitingahúsi með rithöfundinum og konu hans. Veitingamennirnir báru látlaust fram meiri mat, hráan fisk, hráa kolkrabba, djúpsteikta humra og rækjur, pasta með sjávarfangi, annars konar pasta með skelfiski… vín og kökur. Algjör veisla og ég get ekki einbeitt mér að dagókarskrifum, ég er pakksaddur og alveg að sofna.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.