La Chiusa, Ítalía. Emma

Hér í sveitinni er internetið ekki upp á marga fiskana og því oft erfitt að setja inn myndir á færslu dagsins. Í dag eða kvöld (því það er komið fram yfir miðnætti þegar ég skrifa þetta hér uppi á svölunum) ætla ég að bæta úr því. En fyrst bókmenntamoli dagsins.

Í þetta sinn er það vinkona mín J.K. Rowling sem á orðið. Ég er mikill aðdáandi Rowling og Harry Potter bókanna. Ég á erfitt með að hætta að dásama þær. En hver er uppáhaldsbók Rowling? Auðvitað Emma eftir Jane Austin.

Rowling um Emmu: „Þú ert  dreginn inn í söguna, þú flýtur með atburðarrásinni og það er eitthvað stórkostlegt í gangi sem maður áttar sig ekki almennilega á. Þú kemur út hinum megin. Maður hefur ekki séð flugeldana. Það eru engir stælar.“

IMG_0093
La Chiusa meistarinn í borðtennis 2017
IMG_0089
Þátttakendur í LaChiusaOpen 2017
img_00591.jpg
Á leið á tennisæfingu
IMG_0061
Lúðrasveitin á gangi um Vico del Gargano

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.