LaChiusa, Ítalía. 3 km upp eða 3 km niður.

Af dagbók minni að dæma mætt halda að við færum aldrei niður á strönd, aldrei í sjóinn hér í hitanum á Ítalíu. Það er ekki rétt. Við förum daglega niður á strönd, um klukkan fjögur eða jafnvel klukkan fimm höldum við af stað, öll fjögur.

Húsið okkar stendur mitt inni í ólífuskógi, aleitt í skóginum. Þegar maður keyrir frá húsinu hefur maður tvo valmöguleika, að beygja uppeftir eða beygja niður eftir. Ef maður velur leiðina upp brekkuna lendir maður eftir 3 km ökuferð, í hlykkjum í gegnum skóginn, uppi í Vico; þropinu okkar. Þar er bar, þar er supermarcado, þar eru veitingastaðir og þar búa 7000 manns. Þar er meira að segja bíó.

Velji maður hins vegar að beygja niður brekkuna þá endar maður eftir 3 km ökuferð, þar sem maður smýgur í á milli ólífutrjánna, niður á strönd. Þetta er lítil strönd og fáir á ströndinni en sjórinn er tær og kaldur. Þarna erum við dag hvern í klukkutíma. Út í sjó og kælum okkur áður en við snúum aftur heim til að undirbúa kvöldið.

Á morgun er mándudagur. Sjáum til hvað gerist.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.