LaChiusa, Ítalía. Hundurinn, Anders og ólífutréð.

Hvar er máninn? hugsaði ég þegar ég horfið upp í stjörnubjartan himininn á meðan ég pissaði á ólífutré ekki langt frá bílastæðinu hér við húsið. Ég finn ekki mánann á aldimmum himinum en nóg er af stjörnum.

IMG_0197
Olífutéð sem gott er að pissa á

Í dag hef ég málað nærri allt húsið, og pizzaofninn sem er okkar mikla stolt.  (sjá mynd) Hér var svakalega heitt. Hitinn á hitamæli bílsins fór upp í 40,5 gráður í dag þegar við keyrum niður á strönd og á  morgun á að byrjar að rigna. Hér hefur ekki rignt síðan í maí. Rigining er góð fyrir appelsínutrén okkar, sem enn eru svo ung að þau þola ekki svona þurrk. Ég hef vökvað þau á hverjum degi.

IMG_0189
Pizzaofninn nýmálaður.

Það er tvennt sem ég hef gleymt að nefna. Í fyrsta lagi gleymdi ég að segja að við fengum Anders rithöfund Klarlund í heimsókn í gær, nýkominn frá Danmörku. Við ákváðum að kveikja upp í pizzaofninum og bjóða upp á pizzu. Það er svo fínt að sitja með gestum við borðið fyrir framan pizzaofninn og baka nokkrar pizzur og taka upp nokkrar flöskur af víni og bjór. Sanne söngkona, sem er exkona Andersar, kom líka og Jónathan sonur þeirra. Auk þeirra kom vinur Andersar, bassaleikarinn Kim. Hann  var það sem maður kallar á dönsku „en spøjs fetter“, undarlegur gaur í jákvæðri merkingu.

Anders var í stuði. Að vísu hafði hann orðið fyrir barðinu á göturæningjum fyrr um daginn, þeir höfðu brotið rúðu í bílnum  hans og stolið tösku með myndavél. Frekar pirrandi. En hann var samt í stuði. Hann er skemmtilegur maður hann Anders. Honum finnst gaman að vera ögrandi. En það er eiginlega bara á færi gáfaðra manna að vera ögrandi á skemmtilegan hátt. Ögrun heimskar manna er óbærilega leiðinleg. Anders er alóvitlaus.

Hinu sem ég gleymi alltaf að minnast á hér á dagbókinni er að við erum enn með hundinn í okkar umsjá. Svarta, smáhundinn sem enginn veit hvaðan kom. En hann hefur búið hér í meira en viku. Við vorum farin að hafa áhyggjur af hvað við ættum að gera þegar við færum á fimmtudag? Hvað gerum við við hundspottið? Við ákvaðum að setja okkur í samband við náunga sem er kallur „the onkel“. Hann skoðaði hundinn og sá að hann gæti notað dýrið sem veiðihund. „Þetta var góður hundur á villisvínaveiðar.“ Svo það er the onkel sem tekur við hundinum okkar á miðvikudag.

IMG_0190
Hundurinn.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.