Espergærde. Kaktusinn fyrstur með fréttirnar

Þótt ótrúlegt megi virðast þá var ég í Chamonix í morgun klukkan sjö. Klukkan hálftólf að kveldi var ég staddur 1600 km norðar; í Espergærde. Ég er búinn að keyra í allan dag eftir hraðbrautum Frakklands, Sviss, Þýskalands (frá suðri til norðurs) og Danmerkur (frá Rødby til Espergærde. Þegar við keyrðum af stað í morgun héldum við þeim möguleika opnum að gista á miðri leið en bíllinn brunaði með okkur allt til endastöðvarinnar án erfiðleika.
Ég er sem sagt kominn heim og það eru breytingar í mínum högum. Nú er ég bæði síðhærður og atvinnulaus. Forlagið Hr. Ferdinand höfum við selt til Politiken. Það verður gert opinbert á morgun klukkan níu á íslenskum tíma. Kaktusinn er alltaf fyrstur með fréttirnar. Yo

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.