Espergærde. 15.555 skref

Í dag hef ég gengið 15.555 skref. Ég á væntanlega eftir að bæta í safn dagsins af skrefum en þetta er staðan núna. Hvert ég hef skrefað? Það er góð spurning. Ég sló gras í dag. Ég gekk sem sagt fram og til baka með handknúnu slátturvélina mína eftir grasbalanum ið húsið. Seinna í dag fór ég með Söndru, Steinþóri, Öglu og Styrmi niður í ísbúð, rétt við höfnina og aftur til baka. Svo vesenast ég óendanlega, fram og tilbaka yfir einhverju óskilgreindu. Allt í allt gerir þetta 15.555 skref.

Á morgun þarf ég að fara niður í bæ, inn á skrifstofur forlagsins Politiken og ganga endanlega frá kaupunum. Closing kallar þeir þetta, þar sem farið verður yfir pappíra sem sanna að við eigum Hr. Ferdinand og þeir sanna að þeir hafi lagt peninga inn á bankabókina okkar. Það er closing.

Brúðkaupsveisla gærdagsins situr aðeins í mér í dag. Ég er hálfþreyttur.

ps. bókmenntamoli dagsins. J.K. Rowling er ríkasti höfundur í heimi skv. lista Forbes. Jeiii. Vinur minn James Patterson er í öðru sæti yfir heimsins ríkustu rithöfunda. Jeiiii.

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.