Espergærde. Brúðkaupið

Ég er rétt kominn heim eftir að hafa verið í brúðkaupsveislu hér í bænum. Fín veisla úti í garði brúðhjónanna þar sem ég hef verið síðustu tíu klukkutíma. Allir voru kátir og glaðir. Ég tlaði mest við uppfinningamanninn Jesper sem vill endilega að við finnum upp á einhverju nýju með harðfisk (eða halfiskus eins og hann kalla harðfisk). Ég gaf Jesper að smakka harðfisk fyrir nokkrum vikum og hann er vitlaus í þennan þurrkaða fisk. Nú vill hann búa til vöru sem hann kallar „det nye skyr“. En skyr er hin mikla tískuvara í Danmörku.

Í huga Jespers væri hægt að selja lakkríshjúpaðan harðfisk. Harðfisk með sellerímauki. Harðfisk með graslauk… og auðvitað yrði fisknum pakkað snyrtilega inn.

En það sem vakti þó mesta athygli mína var maður sem minnti mig svo mikið á Hauk Hannesson, minn gamla félaga og samstarfsmann. Ég þekki engan íslending sem er jafnorginal og Haukur. Fullkomið skeytingarleysi um hvort maður segir hið rétt á réttum tíma. Haukur segir það sem honum finnst sama hversu óviðeigandi það er. Og segir skoðanir sínar á svo skraufþurran hátt að það brakar í.

Ég fylgdist með tvífara Hauks í brúðkaupsveilsunni og ég gat ekki betur séð en hann framreiddi skoaðnir sínar á jafn skraufþurran máta og Haukur.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.