Espergærde. Vondi kapítalistinn

Maður á aldrei að eiga neitt með öðrum, ekki einu sinni dauðan kött. Þetta var kjörorð einhvers manns sem ég man ekki hver var. Eiginlega hefur mig alltaf langað að fylgja þessum leiðbeiningum því ég held að þetta sé alveg rétt. Peningar geta verið uppspretta margra vandamála og furðulegra illinda. Þetta heilræði kemur kannski ekki raunum mínum við; ég hef ekki átt útgáfufyrirtæki með neinum utan fjölskyldunnar lengi. En nú erum við Sus lent í smá mótvindi eftir að hafa selt Hr. Ferdinand og erum við nú komin í hlutverkið vondu kapitalistarnir fyrir að hafa selt fyrirtækin okkar. Hmmmm!

Við þykjum illgjörn vegna sölunnar á Hr. Ferdinand, DonMax og C&K til hinna svokölluðu kapítalista í Politiken. Ég er búinn að vera frekar fúll og leiður út af þessari umræðu í dag, þykir þetta skelfilega óréttlátt og mér sýnist þetta byggja á algjörum viðsnúningi á raunveruleikanum. Satt að segja skil ég þetta tal ekki. Einhver verður að útskýra hvað ég hef gert rangt. En svona er maður nú vitlaus að láta þetta hjal skyggja á allar þær góðu kveðjur sem við höfum fengið og þær heiðarlegu, ekta hamingjuóskir sem berast daglega. Ég er glaður að vera laus, mig langar ekki lengur að reka forlag. Ég er búinn að fá nóg, því seldi ég forlagið.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.