Espergærde. Bókarhandritið

Nú streyma til mín handritin að íslenskum bókunum sem eiga að koma í búðir fyrir jól. Í dag barst mér handrit að væntanlegri skáldsögu Adolfs Smára sem á að koma út hjá bókaútgáfunni Benedikt á næstu mánuðum. Ég ætla að lesa bókina um helgina eða í næstu viku. Ég vona að þetta sé skemmtileg saga hjá skáldinu. En Adolf  Smára þekki ég ekki og hef aldrei heyrt um hann. Ég veit ekki hverjir vinir hans eru, ég veit ekki hverjir foreldrar hans eru og heldur ekki systkini (ef hann á systkini). Ég er sem sagt að mörgu leiti rétti maðurinn til að gefa algerlega hlutlæga dóma um bók Adolfs. Eina sem skyggir á er að ég vona að forlagið Benedikt gangi vel og ef ég færi nú að salla þessa bók niður gæti ég hætt á að eyðileggja sölumöguleika bókarinnar og þar með minnka líkurnar á að vel gangi hjá forlaginu Benedikt. Svona er nú Ísland lítið og erfitt að athafna sig sem ritdómari í þessu litla rými sem er á landinu. Ég hef nú samt hugsað mér að segja blátt áfram hvað mér finnst um bókina þegar ég hef lesið hana. Og ég vona að mér þyki hún góð.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.